Image 1
Image 2
Image 3
Image 4
Image 5

Miðdalslína 1 og Hvalárlína 1

Landsnet hefur hafið undirbúning á umhverfismati Miðdalslínu 1 og Hvalárlínu 1. Gert er ráð fyrir að vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna Miðdalslínu 1 og Hvalárlínu 1 taki um 2 - 3 ár.

Undirbúningur er hafinn að valkostagreiningu og matsáætlun sem segir frá hvernig verður staðið að umhverfismatinu, valkostum sem verða eru til skoðunar, rannsóknum sem nauðsynlegt er að vinna og samráði á vinnslutíma umhverfismats.

Í kjölfar rannsókna verður skrifuð umhverfismatsskýrsla, sem fjallar um markmið framkvæmda, umfang framkvæmda, umhverfisáhrif valkosta, mótvægisaðgerðir og þann kost sem Landsnet leggur til.




Af hverju Miðdalslína 1 og Hvalárlína 1?

Landsnet hefur unnið að undirbúningi verkefna á Vestfjörðum með það að markmiði að auka afhendingaröryggi raforku. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku en samkvæmt stefnunni eiga allir afhendingarstaðir í meginflutningskerfinu að vera komnir með N-1 öryggi fyrir árið 2030 og afhendingarstaðir í svæðisbundnum flutningskerfum fyrir árið 2040.

Nokkrar leiðir hafa verið til skoðunar til að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum og er aukin orkuvinnsla innan svæðisins talin vera álitleg til að bæta afhendingaröryggi raforku til notenda umtalsvert samkvæmt greiningum sem framkvæmdar hafa verið.

Til að auka möguleika á nýrri orkuvinnslu á svæðinu hefur verið ákveðið að bæta við nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi en nokkrir virkjanakostir hafa verið til skoðunar á þessum slóðum. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að útvíkka meginflutningskerfið að Ísafjarðardjúpi og byggja þar nýjan afhendingarstað sem tengjast mun Vesturlínu í Kollafirði.

Nýr afhendingarstaður í Ísafjarðardjúpi mun auk þess skapa möguleika á frekari styrkingum á flutningskerfinu auk þess verður mögulegt að auka afhendingaröryggi á Hólmavík.

Hvalárlína er tenging nýs viðskiptavinar, það er tenging frá Hvalá inn á nýjan tengipunkt flutningskerfisins í Ísafjarðardjúpi. Hvalárvirkjun er 55 MW vatnsaflsvirkjun tryggir aukið raforkuöryggi og afhendingu raforku á Vestfjörðum.

Miðdalslína tengir nýjan tengipunkt flutningskerfis í Ísafjarðardjúpi við núverndi flutningskerfi á Vestfjörðum til að tryggja raforkuöryggi og raforkuafhendingu víðar um Vestfirði.

Hvar erum við í ferlinu?

Valkostagreining
Matsáætlun
Rannsóknir
Umhverfismatsskýrsla




Kortasjá

Hér er hægt að skoða valkosti Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 og ýmsar kortaþekjur.

Opna kortasjá

landsnet