Image 1
Image 2
Image 3
Image 4
Image 5

Hvalárlína 1 og Miðdalslína 1

Landsnet hefur hafið umhverfismat fyrir Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1. Gert er ráð fyrir að vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna taki um 2 - 3 ár.

Fyrst er unnin matsáætlun sem skilgreinir hvaða valkostir verða teknir til skoðunar í umhverfismati, nauðsynlegar rannsóknir og hvernig mati á áhrifum verður háttað. Að rannsóknum loknum verður skrifuð umhverfismatsskýrsla sem fjallar um umfang framkvæmda, umhverfisáhrif valkosta, mótvægisaðgerðir og þann kost sem Landsnet leggur til.

Hvalárlína 1 er tenging nýs viðskiptavinar, það er tenging frá Hvalá inn á nýjan tengipunkt flutningskerfisins í Ísafjarðardjúpi. Hvalárvirkjun er 55 MW vatnsaflsvirkjun sem tryggir aukið raforkuöryggi og afhendingu raforku á Vestfjörðum.

Miðdalslína 1 er útvíkkun á meginflutningskerfi Landsnets og tengir nýjan tengipunkt í Ísafjarðardjúpi við núverandi flutningskerfi á Vestfjörðum til að tryggja raforkuöryggi og raforkuafhendingu víðar um Vestfirði.



matsáætlun
Valkostir og rannsóknir
umhverfismatsskýrsla
Niðurstöður og áhrif (í vinnslu)

Tímalína




Tilkynningar

27.5.2025 Niðurstöður valkostagreiningar

Niðurstöður valkostgreiningar liggja fyrir og verður matsáætlun, ásamt valkostagreiningu, send til Skipulagsstofnunar í yfirlestur á næstu dögum.

Því boðum við til kynninga á niðurstöðum valkostagreiningar og matsáætlunar á eftirfarandi dagsetningum og staðsetningum:


3. júní kl. 17 á Café Riis – Pakkhúsið Hólmavík FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!

Vegna vonskuveðurs neyðumst við til að fresta þessum fundi. Nánari upplýsingar verða veittar síðar.


5. júní kl. 17 á Nordica Hótel Reykjavík

Þessi kynning er hugsuð fyrir landeigendur en verður einnig opin fyrir þau sem eru í verkefnaráði og sjá sér ekki fært að mæta á Hólmavík.


Boðið verður upp á fjarfund þann 5. júní.

20.2.2025 Valkostagreining

Landsnet hefur hafið undirbúning á umhverfismati fyrir Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 vegna tengingar við Hvalárvirkjun. Eitt af fyrstu skrefunum er greining á valkostum sem verða til umfjöllunar í umhverfismati. Vinnustofur voru haldnar með verkefnaráði og landeigendum seinni part janúar 2025. Landsnet vinnur nú að greiningu á þeim valkostum sem ræddir voru og komu fram á vinnustofum. Niðurstöður valkostagreiningar verða birtar í matsáætlun og þar mun jafnframt koma fram hvaða valkostir verða til umfjöllunar í umhverfismati.




Kortasjá

Hér er hægt að skoða valkosti Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 og ýmsar kortaþekjur.

Opna kortasjá

landsnet